Hvaða lið er Glenavon? – Twitter umræða

Hvaða lið er Glenavon? – Twitter umræða

FH mætir hálf-atvinnumannaliðinu Glenavon F.C. í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Fyrri leikurinn fer fram hér heima, þann 3. júli og leikið er ytra viku síðar eða 10. júlí.

Glenavon er frá Norður-Írlandi og er Gary Hamilton, spilandi þjálfari liðsins, en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Lurgan Blues eins og þeir eru kallaðir frá lok árs 2011. Allir leikmenn liðsins koma frá Bretlandseyjum, þrír frá Írlandi – en restin frá Norður-Írlandi, þaðan sem liðið er.

Liðin lenti í sjötta sæti í norður-írsku deildinni á síðasta tímabili, en liðið vann hins vegar bikarinn með sigri á Ballymea United, 2-1, í úrslitaleiknum. Því fór liðið í Evrópukeppnina. 

Heimavöllurinn Glenavon, Mourneview leikvangurinn, tekur 4000 manns sæti og má sjá mynd af honum hér.

Glenavon var fyrsta liðið frá Norður-Ílandi til að komast í Evrópukeppni og hafa mætt liðum á borð við AGF, Royal Antwerp og Werder Bremen, en það var allt á síðustu öld. 

Skemmst er frá því að segja að þetta verður ekki fyrsti leikurinn milli FH og Glenavon. Liðin mættust árið 1995 í UEFA-bikarnum eins og keppnin hét um árið. Leikur liðanna ytra fór 0-0. Höddi Magg, sjónvarpsmaðurinn og markahrókurinn, klikkaði víti í seinni leik liðanna í Krikanum og tapaðist hann 1-0. Hér fyrir neðan má sjá twitt Hödda og fleiri sem fjölluðu um dráttinn:

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður og markahrókur mikill:

FH lék við Glenavon 95. Markalaust jafntefli í fyrri leik.Lét verja frá mér víti í Krikanum og tapaðist 0-1.25 m kr víti var mér sagt. #Saga

Aðrar fréttir