Hvatningarorð frá fyrirliða FH

Hvatningarorð frá fyrirliða FH

Kæru FH-ingar.

 

Á morgun er loksins komið að fyrsti leik vetrarins þegar við mætum HK í Digranesi. Langt undirbúningstímabil er að baki og heilt yfir hefur undirbúningurinn gengið vel. Þjálfarateymið hefur unnið markvisst að því síðustu vikur að slípa ýmsa vankanta en við höfum tekið þátt í tveimur æfingamótum og spilað þónokkra æfingaleiki til viðbótar nú á haustdögum. Við leikmennirnir erum nú tilbúnir í bátana, vel stemmdir og fullir tilhlökkunnar fyrir komandi átök. Það er ljóst að við ætlum okkur stóra hluti í vetur og gefa okkur alla í leikina. Við gerum okkur grein fyrir því að það mun kosta ómælda vinnu okkar leikmanna og góður stuðningur áhorfanda getur einnig skipt sköpum. Eins og allir vita hefur félagið á að skipa frábærum stuðningsmönnum og hvet ég alla FH-inga til að taka þátt í baráttunni með okkur. Mikið og markvisst starf fjölmargra í kringum FH undanfarin á hefur gert það að verkum að öll umgjörð er til fyrirmyndar og ég er þess fullviss að í vetur verði næsta skref stigið – innan vallar sem utan.

 

Að lokum vil ég hvetja alla FH-inga til að mæta á leikinn á morgun, styðja okkur og láta í sér heyra!

 

Með FH-kveðju,

 

Sigurgeir Árni Ægisson

Aðrar fréttir