
ÍA – FH sunnudaginn 30.apríl
Mótherji: ÍA
Hvar: Norðurálsvelli
Hvenær: Sunnudaginn 30.apríl
Klukkan: 17:00
Fyrsti leikur tímabilsins er á morgun uppá Skipaskaga þegar okkar menn mæta ÍA.
Mætum tímanlega á völlinn og látum vel í okkur heyra.
Allir á völlinn og áfram FH!
Skilaboð frá ÍA: Bílastæðamál í tengslum við leik ÍA og FH í Pepsideild karla í dag:
Það eru framkvæmdir í gangi við vallarsvæðið á Jaðarsbökkum sem, auk mikillar úrkomu síðustu daga, gerir það að verkum að svæðið sem er rauðmerkt á myndinni nýtist ekki vel sem bílastæði á leikdag.
Við viljum því benda gestum á að nýta fremur bílastæði sem merkt eru á myndinni með dökkgrænum lit. Teiknaðar hafa verið gönguleiðir í sama lit frá þeim.
Miðasala fer fram á tveimur stöðum, sem merktir eru 1 og 2.