Ingvar Viktorsson 80 ára!

Þann 9.apríl verður ungmennið Ingvar Viktorsson 80 ára! Hver hefði svo sem trúað því?

Af þessu tilefni þjörmuðum við að Ingvari og linntum ekki látum fyrr en hann féllst á þá hugmynd okkar að gefið yrði út afmælisrit honum til heiðurs. Það verður stútfullt af skemmtilegum og fróðlegum sögum, m.a. frá æskuárum hans á Vífilstöðum , starfsferli hans og félagsmálavafstri, auk þess sem sagðar verða magnaðar hafnfirskar gamansögur. Bókin mun koma út í nóvember og aftast í henni verður Tabula Gratularoria. Þar geta áhugasamir fengið nafn sitt ( og sinna) skráð á heillaóskasíðu og um leið gerast áskrifendur að bókinni, sem mun kosta 6.900 krónur. Gjaldið verður innheimt í gegnum heimabanka, nema annars sé óskað, en skráningin fer fram á netfanginu ingvar80ara@gmail.com og í síma 690-8595 (Erna). Áskrifendur gefi upp: NAFN/NÖFN, HEIMILSFANG OG KENNITÖLU.

Bókin verður gefin út af Bókaútgáfunni Hólum en ritnefndina skipa: Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Geirsson og Guðjón Ingi Eiríksson.

Aðrar fréttir