ÍR-FH N1 deild kvenna – upphitun

ÍR-FH N1 deild kvenna – upphitun

Laugardaginn 23.október er komið að næsta leik hjá okkur í mfl kvk þar sem við sækjum ÍR stúlkur heim í Austurbergið kl 14:00. Athugið að þetta er breyttur leiktími þar sem að strákarnir eru að spila kl 16:00 þannig að FH-ingar geta svo sannarlega tileinkað laugardeginum handbolta og kíkt á þessa leiki.

Við báðum lægri hlut fyrir Fylki síðasta laugardag á okkar heimavelli þar sem að við vorum vægast sagt ekki að spila vel. Of margir þættir í okkar leik voru ekki að skila nógu miklu en við erum búin að nota vikuna vel og erum staðráðin í að sýna hvað í okkur býr á móti ÍR.

ÍR teflir fram liði í N1 deild kvenna á þessu tímabili og er liðið byggt upp á ungum uppöldum leikmönnum en þær eru án stiga eftir fyrstu leiki tímabilsins. Þær spiluðu við ÍBV síðustu helgi og töpuðu með fimm marka mun eftir að jafnt hafði verið í hálfleik sem segir okkur það að þetta er sýnd veiði en ekki gefin og þurfum við að spila okkar besta leik til að vinna þær.

Ég vil hvetja FH-inga til að fjölmenna í Austurbergið á laugardaginn og styðja við bakið á okkur.

Áfram FH

Fyrir hönd mfl kvk

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir

Aðrar fréttir