ÍR – FH Umfjöllun

ÍR – FH Umfjöllun

http://www.ksi.ishttps://fh.is/media/merki_felaga/small/irgif.gif              http://markusth.blog.is/users/0e/markusth/img/c_documents_and_settings_atli_my_documents_my_pictures_fh-hafnarfjardar.png

ÍR                   28:28                    FH  

Austurbergi, föstudaginn 18. janúar kl 20:00

Það var sannkallaður stórleikur háður í Austurbergi í gær þegar toppliðin FH og ÍR öttu kappi. Um var að ræða kaflaskiptan leik þar sem við FHingar höfðum undirtökin mest allan tíman og höfðum í raun sigurinn í okkar hendi. Við vorum samt sjálfum okkur verstir seinasta kaflann í leiknum og misstum leikinn niður í jafntefli 28-28 þar sem minnstu munaði að við töpuðum leiknum á lokasekúndum.

Fyrri hálfleikur
Það var ljóst í byrjun leiks að hugarfar var með allt öðrum hætti en í síðasta leik og menn virtust vera í vígahug, mjög áræðnir og til í slaginn. Liðið ætluði sér jafnvel einum of mikið því við byrjum leikinn á að elta ÍRinga, lendum 2:0 undir, förum svo í 4:2, jöfnum í 5:5 og erum svo undir 9:7. Menn tóku svolítið hroðvirknislegar ákvarðanir í vörn, ruku frekar mikið út, eða fóru alls ekki út í menn, oft myndaðist misskilningur milli manna og Leo í markinu fann sig engan veginn. Sóknin var sæmileg, við vorum samt að hafa of mikið fyrir hverju marki, og markvörður þeirra gerði okkur lífið leitt til að byrja með. Vorum að skjóta illa á hann bæði úr skotum fyrir utan og í dauðafærum. Elvar þjálfari ákvað svo í stöðunni 9:7 að taka leikhlé og við það verða kaflaskil í leiknum. Meiri ró færðist yfir okkar menn og við fórum að vanda okkur betur í því sem við vorum að gera. Þarna breyttum við stöðunni úr 9:7 í 9:11. Daníel Andrésson var þarna mættur í markið og fór að verja með látum, loksins segja sumir. Vörnin fór líka að smella og við fórum að fá hraðaupphlaup. Aron stjórnaði sókninni vel á þessum kafla og var frá byrjun mikið að spila bakverðina í færi og kom svo sjálfur með góð mörk. Óli Gúst átti svo hverja negluna á fætur annarri fyrir utan og hélt áfram að salla í seinni hálfleik. Staðan í leikhléi var 13:16 okkur í vil.


Danni tekur hér eitt þriggja víta í leiknum!

Seinni hálfleikur
Ekkert lát var á góðri spilamennsku okkar í seinni hálfleik, a.m.k. ekki framan af, og við jukum muninn enn frekar, fórum mest í 14:20 eftir ca 40 mín leik. Þegar ca 15-10 mín lifa leiks fer margt í vaskinn í okkar leik. ÍRingar ákváðu á þeim tímapunkti að taka Aron úr umferð sem var okkar helsti arkitekt í sóknarleiknum. Við það fórum við algjörlega í mola sóknarlega. Ótímabær og slök skot fóru að týnast á markið, sendingarfeilar og fleiri tæknimistök komu í kjölfarið og við hættum að finna svör við varnarleik ÍRinga. Hinu megin fór Brynjar Steinarsson virkilega illa með okkur þó að vörnin hafi heilt yfir verið nokkuð prýðileg og Danni verið nokkuð stabíll fyrir aftan. Brynjar ásamt fleirum fengu að leika lausum hala fyrir utan. En þegar menn ætluðu að bregðast við og mæta út, opnaðist bara í staðinn fyrir línum

Aðrar fréttir