ÍR-sigur á snæviþöktum ÍR-vellinum

ÍR-sigur á snæviþöktum ÍR-vellinum

 

Lið FH:

                              Guðjón

Andri            Ragnar          Birki            Hringur

Bjarki           Jón Júlíus        Friðjón         Aron

                   Ási                 Bartosz (f)

Auk þess sem Jóhann Árni Þorkelsson glímukappi var sérlegur aðstoðarmaður á bekknum og gekk í hin ýmsu störf en hann er að jafna sig eftir viðbeinsbrot!

ÍR-ingar byrjuðu mun betur og FH-ingar virtust hálf áttavilltir í snjónum, jafnvel haldnir snjóblindu og Breiðhyltingar voru fljótt komnir í 3-0. En fljótlega fóru FH-ingar að ná áttum og komust inn í leikinn. Strákarnir áttu nokkur færi áður en Bjarki Gunnarsson minnkaði muninn er hann fylgdi á eftir skoti fyrirliðans Bartosz Komorowski sem lék á stuttbuxum. En ÍR-ingar náðu að setja eitt fyrir leikhlé og leiddu 4-1.

Í síðari hálfleik náðu bæði lið að setja nokkur mörk. Fyrir FH skoruðu Bartosz 2 og Ási 1 og úrslitin urðu 8-4 fyrir ÍR.

Það verður að segjast eins og er að ÍR-ingar voru sterkara liðið en ég er ánægður með að strákarnir  léku betur eftir því sem á leið leikinn. En við lærum á þvi að spila við sterka andstæðinga og það er greinilegt að strákarnir hafa gott af því að spila sem flesta leiki. Það er óplægður akur í að kenna þeim færslur og staðsetningar í vörn og sókn í 11 manna bolta og það er spennandi verkefni framundan.

Nokkrir leikmenn áttu góðan leik. Í dag fannst mér Guðjón standa sig vel í markinu og framherjaparið Ási og Barthosz áttu góðan dag og Aron átti fínar rispur á kantinum. Bartosz átti fjölmarga spretti upp kantinn og var hreinlega ódrepandi og áttu ÍR-ingar fullt í fangi með hann. Sem fyrr segir lék hann í stuttbuxum og það fannst mér í upphafi leiks gefa góð fyrirheit. Minnti jafnvel á Söru Atladóttur valkyrjuna í 2. flokki kvenna sem kann ekki við sig nema í stuttbuxum og helst í stuttermabol jafnvel í fimbulkulda.

Aðrar fréttir