Irma í 3. sæti á NM

Norðurlandameistaramótið innanhúss fór fram í Karlstad í Svíþjóð í gær. Irma Gunnarsdóttir varð í þriðja sæti í langstökki með stökk upp á 6,34 metra.

Frjálsíþróttadeild FH átti fjóra keppendur fyrir Íslands hönd. Kolbeinn Höður Gunnarsson varð í fjórða sæti í 60 metra hlaupi karla og kom í mark á tímanum 6,75 sek. Elías Óli Hilmarsson varð sjöundi í hástökki, stökk 2,00 metra og Daníel Ingi Egilsson varð sjöundi í þrístökki karla, stökk 14,78 metra.

Aðrar fréttir