
Irma og Kolbeinn Höður með Íslandsmet á NM og Sindri Hrafn Norðurlandameistari
Irma Gunnarsdóttir bætti í dag Íslandsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttir í þrístökki sem er tæplega 26 ára. Irma stökk 13,40m í fimmtu umferð og átti hún 3 stökk yfir gamla metinu sem sem var 13,18m. Hún endaði í fjórða sæti í sterkri keppni.
Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi er hann kom þriðji í mark á tímanum 20,91 sek.
Sindri Hrafn Guðmundsson varð Norðurlandameistari í spjótkasti karla með kasti upp á 76,40.
Daníel Ingi Egilsson vann til silfurverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 7,53m.
Mímir Sigurðsson vann til bronsverðlauna með 54,81m í kringukasti þar sem Guðni Valur Guðnason úr ÍR sigraði.