Íslandsmótið hafið hjá 5.fl.kk

Íslandsmótið hafið hjá 5.fl.kk

Fjögur FH-lið fóru í Breiðholtið í síðustu viku og léku gegn ÍR. Eðlilega var tilhlökkun fyrir fyrsta leik í mótinu í sumar og strákarnir voru heldur betur í góðum gír á ÍR-velli.

A-liðið sigraði sinn leik 7-0, B -liðið hélt uppteknum hætti og sigraði sinn leik 5-2 og C-liðið sigraði einnig 3-0 en D -liðið tapaði í hörkuleik 3-2.

FH-liðin spiluðu mjög vel og er það vel. Næsti leikir eru svo á morgun þegar 4 lið spila gegn Stjörnunni og þrjú lið gegn Þrótti.
Þessir leikir verða vafalaust mjög spennandi enda Stjarnan með eitt af betri liðum landsins í 5.flokki. Við FH-ingar teljum okkur einnig góða og gerum okkur vonir um góðan morgundag. Leikmenn eru væntanlega komnir niður úr skýjunum og gera sér grein fyrir að leikurinn á morgun verður aðeins erfiðari.

En þeir vita að lykillinn að góðum úrslitum í okkar leik er sá að leikmenn láti boltann ganga í fáum snertingum, séu ákveðnir í vörninni og tæklingum og spili leiki á fullu allan tímann. Þá eru þeim allir vegir færir.

Aðrar fréttir