Íslandsmótið í Frjálsum Íþróttum!

Íslandsmótið í Frjálsum Íþróttum!

Íslandsmótið í frjálsum íþróttum fór fram núna um helgina, og náðum við FH ingar flottum árangri.

Óli Tómas (sprettur) átti gott mót, en hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari í 60m hlaupi á flottum tíma, og einnig vann hann 200m hlaupið. En Óli Tómas sýnir þar og sannar að hann er fljótastur á Íslandi! 

Björgvin Víkingsson var annar í 60m grindarhlaupi, en hann kom heim frá Swiss þar sem hann er í skóla og æfir eins og vitleysingur í smá frí og til að keppa á Íslandsmótinu.

Þorkell Einarsson varð þriðji í 200 metra hlaupinu, og Björgvin Víkingsson sá fjórði.

Strákarnir okkar urðu í öðru sæti í 4×400 metra boðhlaupi sem var fínn árangur.

Örn Davíðsson spjótkastarinn okkar sigraði hástökkið, held að það hafi ekki komið neinum á óvart, enginn smá kraftur í drengnum.

Kristinn Torfason vann þrístökkið og varð annar í langstökki, en hann átti ágætt mót en verður svakalegur í sumar.

Steinunn Arna Atladóttir varð þriðja í þrístökkinu, Heiðdís Anna Lúðvíksdóttir varð önnur í stangastökkinu, en hún er að æfa hjá Þóreyju Eddu okkar.

Það var svakalega gaman að horfa á Kúluvarpskeppnina þar sem Óðinn Björn og Bergur Ingi kepptu, vitaskuld vann Óðinn með ágætu kasti þrátt fyrir að vera undir miklu æfingaálagi núna, en Beggi kastaði mjög vel og hafnaði annar. En þeir æfa í Eggertsstofu 😉

Flottur árangur hjá frjálsíþróttafólkinu okkar um helgina. Áfram FH!

Aðrar fréttir