Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 29. desember kl. 18 í Íþróttahúsinu Strandgötu

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 29. desember kl. 18 í Íþróttahúsinu Strandgötu

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 29. desember

 

Mánudaginn 29. desember nk. verður “Íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar 2008” krýnd á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu.Þetta er í fyrsta skiptið sem íþróttamenn ársins í Hafnarfirði eru valdir með þessum hætti. Á síðastliðnum tuttugu og fimm árum hefur  íþróttamaður Hafnarfjarðar verið valinn, en sex konur og níu karla hafa hlotið titilinn.

 

Á hátíðinni sem hefst kl. 18:00, verða einnig veittar viðurkenningar til allra hafnfirskra íþróttamanna sem unnið hafa til meistaratitla á árinu 2008, það er að segja Íslands- og Bikarmeistaratitla auk annarra stórtitla í alþjóðlegum keppnum. Sá hópur er mjög fjölmennur, en alls hafa 638 hafnfirskir íþróttamenn unnið til Íslandsmeistaratitla á árinu í 21 greinum, 16 hópar hafa unnið bikarmeistaratitla, 17 einstaklingar hafa orðið Norðurlandameistarar,1 Evrópumeistari og 5 þátttakendur á OL.leikum.

 

Í þriðja skiptið verður veitt viðurkenning til íþróttaliðs sem skarað hefur framúr og hlýtur sæmdarheitið “ Íþróttalið Hafnarfjarðar 2008”  .


Á hátíðinni verða  veittir styrkir í viðurkenningarskyni frá Hafnarfjarðarbæ til þeirra íþróttafélaga sem unnið hafa Íslands- eða Bikarmeistaratitill í efstu flokkum á árinu, en það eru alls sextán hópar og fá úthlutað alls kr. 4.800,000-. Einnig verður úthlutun til íþróttafélaganna samkvæmt samningi Hafnarfjarðarbæjar, Rio Tinto Alcan og ÍBH vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri með tilliti til menntunarþáttar þjálfara, alls kr. 4.800,000-.

fengið af heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. 

Aðrar fréttir