Íþróttaálfurinn kom í heimsókn í Íþróttaskóla FH

Íþróttaálfurinn kom í heimsókn í Íþróttaskóla FH

Síðastliðinn laugardag var síðasti tími íþróttaskóla FH fyrir jólafrí og mættu um 150 börn með foreldrum sínum. Boðið var upp á svokallaðan tívolitíma þar sem börnin gátu m.a. farið í þrautabraut , leikið sér með bolta eða litað í tívoli tjaldinu. Auk þess mætti sjálfur íþróttaálfurinn á svæðið og gerði nokkrar æfingar með börnunum . Íþróttaskólinn byrjar aftur laugardaginn 9. janúar. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skólann hér á síðunn.

Hér má skoða myndir frá tívolítímanum.

Aðrar fréttir