Íþróttafólk FH 2023

Kjör á íþróttakarli og íþróttakonu FH var haldið á gamlársdag. Mætingin var góð og allir í hátíðarskapi. Íþróttakona FH er knattspyrnukonan Aldís Guðlaugsdóttir. Hún átti frábært tímabil með FH-liðinu í sumar. Hún var lykilmaður í liði sem var nýliði í efstu deild og kom eins og stormsveipur inni í mótið og bætti stigamet FH í Bestu deild kvenna. Aldís var verðlaunuð fyrir frábæran árangur með vali í A-landsliðið nú í haust ásamt því að vera valin í U-20 landsliðið fyrir umspilsleiki fyrir HM U-20 ára liða.

Íþróttakarl FH er Kolbeinn Höður Gunnarsson. Hann hlýtur þá sæmd fyrir 200 m hlaup innanhúss, en hann hljóp á 21,03 sek og setti Íslandsmet. Hann setti einnig Íslandsmet í 60 m hlaupi innanhúss 6,68 sek, 200 m hlaupi utanhúss 20,91 sek og jafnaði metið tvívegis í 100 m hlaupi með 10,51 sek. Þá var hann í sveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4 x 100 m boðhlaupi í Evrópubikarkeppninni sem fram fór í Póllandi í júní. Kolbeinn varð Íslandsmeistari í 60 og 200 m hlaupi innanhúss og 100 m utanhúss. Sigraði 100 m í Bikarkeppni FRÍ þar sem hann var fyrirliði karlaliðsins. Þá varð Kolbeinn annar í 100 m á Norðurlandameistaramótinu er fram fór í Kaupmannahöfn í lok maí. Hljóp á 10,29 sek langt undir Íslandsmetinu en meðvindur var of mikill. Langbesta keppnisár Kolbeins hingað til sem er góð fyrirmynd og hefur m.a. þjálfað yngri flokkana við góðan orðstír.

Við óskum þeim báðum innilega til hamingju og er þau vel að þessum titli komin.

Á myndinni er íþróttakona FH Aldís Guðlaugsdóttir og Hermann Haraldsson og sonur hans Hörður tókum við verðlaunum fyrir Kolbein sem dvelur á Akureyri hjá foreldrum.

Aðrar fréttir