Ivana og Dragana á leiðinni

Ivana og Dragana á leiðinni

Miklar væntingar eru gerðar til þeirra Ivönu og Dragönu, en sú fyrrnefnda, sem er 27 ára, hefur leikið um 300 leiki í efstu deild í Serbíu, yfir 40 landsleiki með serbneska A-landsliðinu og 18 leiki í Evrópukeppni félagsliða. Hún getur leikið á kanti, miðju og sem framherji og er mikill uppbyggjari og markaskorari, með hátt í 100 mörk í deild og bikar – snögg og mjög leikin.

Dragana, sem er 23 ára, er aftur á móti sterkur varnarmaður og hefur leikið 260 leiki í efstu deild í Serbíu, 35 landsleiki með serbneska A-landsliðinu og 16 leiki í Evrópukeppni félagsliða.

Síðustu ár hafa þær báðar leikið með serbneska liðinu Masinac frá Nis, sem undanfarin ár hefur verið í fremstu röð þar í landi og einnig þegar Jógóslavía var og hét, unnið 16 meistaratitla og 10 sinnum bikarinn. Á síðasta ári komst liðið í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða og lék þar í riðli með Val.

Fyrir hjá FH er þriðji serbneski leikmaðurinn, Svetlana Prodanovic, en hún á nokkra landsleiki að baki með serbneska A-landsliðinu og hefur leikið með þeim Ivönu og Dragönu. Þá hefur markvörðurinn Mist Elíasdóttir gegnið til liðs við FH frá KR, en þar er um að ræða ungan og efnilegan markvörð, sem leikið hefur með yngri landsliðum Íslands og er nú í 19-ára hópnum.

Ennþá er unnið að því að styrkja liðið enn frekar fyrir sumarið, en ungu stelpunum sem stunda æfingar hjá Dragi Ppavlov, hefur farið mikið fram undir hans stjórn og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Aðrar fréttir