Jafntefli í mögnuðum handboltaleik!

Jafntefli í mögnuðum handboltaleik!

The image “http://www.xtreme.is/net/images/1181139163/1183039227_fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.                       The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/vikingur.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

      FH                    28-28(12-13)                    Víkingur

Íþróttahúsið Strandgötu, föstudagurinn 14. mars 2008, kl 19:15

Spenna, hasar, barátta, hiti, pústrar, stemmning, öskur, læti, skandalar… og áfram væri hægt að telja þegar lýsa ætti þeim magnaða handboltaleik sem átti sér stað í Strandgötunni í gærkvöldi. Þá gerðum við FHingar stórmeistarajafntefli, 28-28 við geysiöflugt Víkingslið eftir dramatíska lokamínútu. Við þurfum fyrir vikið að hinkra ögn eftir að tryggja úrvalsdeildarsætið, en aðeins 1 stig í viðbót nægir til að klára það verkefni.


Hér eru Teddi, Addi og Hilmar með ungviðinu fyrir leik.

Glæsileg umgjörð var í Strandgötunni í gær. Dagskrá var frá hálf 7 og langt síðan maður hefur upplifað slíkan hug og stemmningu hjá klúbbnum. Gífurlegur spenningur var hjá báðum liðum því bæði lið höfðu að miklu að keppa. FH gat tryggt sér úrvalsdeildarsætið með sigri en Víkingar eru í mikilli baráttu við ÍRinga um annað sætið í deildinni. Misstig hér yrði þeim erfitt í þeirri baráttu.

Fyrri hálfleikur
Fyrri hálfleikur einkenndist af töluverðum taugatitringi hjá báðum liðum. Leikurinn var töluvert í járnum þó svo að Víkingsmenn leiddu ávallt. Okkar menn virtust vera eilítið trekktir því að þó svo að við værum oft á tíðum að komast í fín færi vorum við klikka töluvert á dauðafærum. Eins vorum við oft ekki að spila leikkerfi okkar alveg til hins ítrasta með þeim afleiðingum að við urðum óagaðir og skutum heldur fljótt á markið. Víkingsmenn spiluðu einnig hörkuvörn og þeir mættu vel út í skyttur okkar. Hinu megin vorum við ekki alveg að ná okkar bestu vörn. Við spiluðum nokkuð aggressíva 5-1 vörn en náðum ekki að brjóta nógu mikið á Víkingsmönnum og stöðva sóknir þeirra. Það leiddi til þess að þeir náðu góðum stimplunum sem leiddi svo til þess að oft varð einhver að lokum frír í góðu færi. Að sama skapi voru Víkingsmenn mjög agaðir og klókir sem er góð uppskrift af góðum sóknarleik. Sveinn, vinstri skytta þeirra var okkur erfiður, átti nokkrar neglur sem sungu inni og einnig opnaðist töluvert fyrir sterkan línumann þeirra. Þó vorum við ekki alslæmir, vantaði aðeins smá herslumun og Danni var að verja ágætlega fyrir aftan. Víkingar leiddu þetta 1-2 mörk inn á milli þess sem við náðum að jafna metin. Tölur voru t.d. 3-5, 9-9, 10-12 og í hálfleik var staðan 12-13.

Aðrar fréttir