
Jafntefli og sigur gegn HK
Kaplakriki kl. 18.00 4. apríl 2006.
Faxaflóamót 3. flokkur karla, A-lið, A-riðill.
FH – HK 3-3 (0-1)
21. mín. 0-1 Aron Palmares, 42. mín 0-2 Aron Palmares, 56. mín 1-2 Björn Daníel Sverrisson, 61. mín 2-2 Hákon Atli Hallfreðsson, 65. mín 3-2 Brynjar Benediktsson, 68. mín 3-3 Ólafur Guðmundsson (sjálfsmark).
Dómari: Jón Páll Pálmason. Aðstoðardómarar: Bjarni Guðmundsson og Andri Gíslason. Komust allir mjög vel frá sínum störfum.
Lið FH:
Aron Pálmarson (f), Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Sigurður Örn Arnarson, Axel Bender, Gunnar Páll Pálsson (Davíð Þorgilsson 40.), Björn Daníel Sverrisson, Örn Rúnar Magnússon, Magnús Stefánsson, Hákon Atli Hallfreðsson og Brynjar Benediktsson.
FH-ingar ætluðu sér að fylgja á eftir góðum sigri á Breiðabliki á sunnudagskvöld með því að leggja granna þeirra HK, einnig að velli.
FH-ingar léku þó ekki nógu vel í fyrri hálfleik og HK náði forystunni um miðjan hálfleikinn með marki úr víti. Það sem vantaði fyrst og fremst hjá FH var að pressa á boltann sem lið, vörnin var of aftarlega og því skapaðist svæði milli varnar og miðju fyrir snögga og flínka sóknarmenn HK. Eins voru FH-ingar að spila of þröngt á miðjunni í staðinn fyrir að leita út á kantana. FH-ingar voru ekki að skapa sér mikið, Ólafur Guðmundsson átti skot í stöng en HK menn sköpuðu heldur ekkert að ráði.
Staðan í hálfleik því 0-1.
FH-ingar byrjuðu seinni hálfleik að miklum krafti og áttu hættulegt færi og svo átti Hákon Hallfreðsson skot í slá en í næstu sókn skoruðu HK og staðan orðin 0-2.
FH-strákarnir lögðu þó ekki árar í bát og hófu þunga sókn að marki HK. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn á 56. mínútu með góðu skoti og 5 mínútum síðar jafnaði Hákon Hallfreðsson leikinn með glæsilegu skoti efst í markhornið af 20 metra færi. FH-ingar voru nú komnir í mikinn ham og Brynjar Benediktsson kom FH-ingum yfir 3-2 um 15 mínútum fyrir leikslok.
FH-ingar héldu áfram að sækja en HK jafnaði með afar slysalegu marki. Sóknarmaður HK lék upp að endamörkum og sendi fastan bolta fyrir sem fór í Ólaf Guðmundsson og þaðan í netið.Slysalegt mark en ekkert sem Óli gat gert að.
Það sem eftir lifði leiks sóttu FH-ingar stíft en markvörður HK sá til þess að Kópavogsbúar fóru með stig úr Krikanum.
Úrslit leiksins 3-3.
FH-ingar léku mun betur í seinni hálfleik. Vörnin hélt línunni hærra uppi á vellinum og varnarmenn voru nær mönnunum grimmari í boltann. Við notuðum vængina betur og síðast en ekki síst fóru menn að skjóta á markið. Við áttum tvö skot í fyrri hálfleik en vel á annan tuginn í þeim síðari. Þrátt fyrir að það sé svekkjandi að ná ekki sigri þá má segja að liðið hafi sýnt styrk í að snúa erfiðri stöðu í jafntefli. HK er með gott og skemmtilegt lið og þetta stig gæti reynst dýrmætt þegar uppi verður staðið en tvö lið komast í úrslit.
Kaplakriki kl. 19.30 4. apríl 2006.
Faxaflóamót 3. flokkur karla, B-lið
FH – HK 2-1 (1-1)
18. mín 0-1 Þórður Guðmundsson, 20. mín 1-1 Hilmar Ástþórsson. 80. mín 2-1 Árni Grétar Finnsson.
Dómari leiksins. Þorsteinn Freyr Friðbjörnsson. Dæmdi mjög vel.
Lið FH: Tómas Orri Hreinsson, Guðjón Birgisson, Hólmar Freyr Sigfússon, Sveinn Ragnar Sigurðsson, Gunnar Emil Sigurðsson, Stefán Þór Jónsson, Hilmar Ástþórsson, Vignir Bollason (f), Jökull Jónasson, Garðar Ingi Leifsson, Ísak Bjarki Sigurðsson, Davíð Atli Steinarsson, Árni Grétar Finsson, Tryggvi Jónsson, Andri Kristinn Ágústsson.
FH-ingar unnu verðskuldaðan sigur í B-liðum. HK menn náðu forystunni á 18. mínútu gegn gangi leiksins en FH-strákarnir voru fljótir að svara fyrir sig en Hilmar Ástþórsson jafnaði á 20. mínútu með þrumufleyg frá vítateigshorni sem markv