
Joana með slitið krossband
Meistaraflokkur kvenna varð fyrir blóðtöku, nú á dögunum, þegar portúgalski miðjumaðurinn Joana Rita Nunes Paváo sleit krossbandí leik gegn Grindavík í Lengjubikarnum.
Joana gekk til liðs við FH, seint á síðasta ári frá ÍR, ásamt landa sínum Liliönu Martins. Miklar vonir voru gerðar við Jo, en hún hefur þótt standa sig einkar vel í leikjum með liði FH á undirbúningstímabilinu.
FH-ingar senda Jo kveðjur og óska henni góðs bata.