Jóhann Karl Reynisson í FH

Jóhann Karl Reynisson í FH

Jóhann Karl Reynisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH.

Jóhann Karl sem er rétthentur línumaður og sterkur varnarmaður kemur til FH frá danska úrvalsdeildarfélaginu Nordsjælland.

“ Við erum gríðarlega ánægð að Jóhann Karl hafi valið FH, það voru mörg félög hérlendis og erlendis að reyna að klófesta hann en hann valdi að semja við FH segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskriftina í dag. Jóhann Karl smellpassar inn í okkar lið. Við FH-ingar ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili og þetta er fyrsta vísbending um það sem koma skal. Við munum ná í fleiri leikmenn “

Velkominn í FH Jóhann Karl.

Aðrar fréttir