
Jólanámskeið FH 2016 í Risanum og Dvergnum
Barna- og unglingaráð FH stendur fyrir jólanámskeiði fyrir krakka fædda á árunum 2006-2009. Námskeiðið fer fram dagana 27. – 30. desember í Risanum og Dvergnum.
Árgangar 2006-2007 munu æfa frá 12.30-14.00
Árgangar 2008-2009 æfa frá 14.00-15.30
Verð á námskeiðið er 6000 kr.
Skólastjórar verða þeir Stefán Þór Jónsson og Bjarki Benediktsson. Fjölmargir aðrir þjálfarar hjá félaginu munu leiðbeina á námskeiðinu auk þess að leikmenn meistaraflokka félagsins kíkja við. Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að senda póst á Stefán Þór í stebbatov@gmail.com.
ATH! Einungis er pláss fyrir 80 iðkendur á hvert námskeið. Endilega að skrá sem fyrst í gegnum NORA-kerfið.