Jólanámskeið fyrir stúlkur og drengi fædd árin 2004-2009

Nú er skráningin farin af stað og enn nokkur pláss laus. Við hvetjum ykkur til að skrá á námskeiðið sem fyrst. Það eru frábærir þjálfarar á námskeiðinu eins og undanfarin ár. Þjálfarar meistaraflokkanna, Ólafur Kristjánsson og Guðni Eiríksson verða á staðnum, Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna verður einnig á námskeiðinu. Siljá Úlfarsdóttir verður með hlaupaþjáfun ásamt öðrum þjálfurum innan FH. Einnig verða leikmenn meistaraflokkana á svæðinu. Rúsínan í pysluendanum er Thomas Vlaminck. Thomas hefur getið af sér gott orð hér á Íslandi sem einn af þjálfurum í knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg sem er í Belgíu á hverju ári. Thomas er tækniþjálfari hjá Gent í Belgíu og hefur unnið með stærstu félögum í Belgíu. Thomas er sá færasti á sínu sviði í Evrópu. Thomas mun vera með æfingar og fyrirlestra fyrir leikmenn á námskeiðinu. Leikmenn mæta kl 09:00 í Kaplakrika og æfingin hefst 09:15 og stendur til 11:15. Eftir það er fyrirlestur í Kaplakrika og dagskráin er búin í kringum 12:00. Verð á námskeiðið 15.990 – öll skráning fer fram í gegnum fh.felog.is.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í gegnum arni@fh.is

Hlökkum til að sjá ykkur á námskeiðinu Kv Knattspyrnudeild FH

Aðrar fréttir