Jólanámskeið knattspyrnudeildar FH

Jólanámskeið knattspyrnudeildar FH

Milli jóla og nýárs verður jólanámskeið FH. Námskeiðið í fyrra gekk framar vonum og höfum við ákveðið að stækka námskeiðið. Í fyrra voru 45 sæti laus á námskeiðinu en í ár verða þau 70. Fyrstir koma fyrstir fá. Námskeiðið er fyrir leikmenn í fjórða flokki og þriðja flokki, karla og kvenna.

Þjálfarar á námskeiðinu eru ekki af lakari endanum og þar má nefna t.d., Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliða kvennalandsliðsins, Tommy Nielsen, margfaldur Íslandsmeistari með FH og Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH ásamt leikmönnum úr meistaraflokkum félagsins . Þeim til halds og traust verða svo þjálfara yngri flokka FH. Sérstök markmannsþjálfun verður á námskeiðinu.

Eftir hverja æfingu fáum við góða gesta til að ræða við iðkendur og verða það til að mynda Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH og Þorgrímur Þráinsson.

Námskeiðið verður 28-30 des kl 09:15-12:15 og kostar 11.900 krónur, innifalið í því eru æfingar, næring eftir æfingu, brúsi, og góðir gestir kíkja við. – það verður hægt að kaupa gjafabréf í Kaplakrika. Nánari auglýsing kemur von braðar.

Tilvalin jólagjöf fyrir knattspyrnusnillinginn.

Ef það eru einhverjar fyrirspurning, hafið samband á arnigudna@gmail.com –

Öll skráning fer fram á arnigudna@gmail.com

 

 

Aðrar fréttir