Jón Páll: Ber engar taugar til Vals

Jón Páll: Ber engar taugar til Vals

FH.is hefur ákveðið að fá eitthvern ákveðinn til að spá fyrir leiki liðsins í sumar og fyrsti maður á mælendaskrá er Jón Páll Pálmason, mikill FH-ingur og þjálfari Klepps í Noregi. Gefum Jóni Páli orðið. 

FH 3-0 Valur

Ég held að FH liðið vinni þennan leik 3-0. Valsmenn fá rautt í fyrri hálfleik og verða í tómu tjóni. Jafnvel að einhver bíti í feitt hjá rauðliðum.

Valsmenn stefna á Evrópusæti og hafa gefið það út eftir nánast hvern leik. Þeir unnu síðasta leik sem er fínt, Valur hefur nefninlega ekki verið mikið í því að vinna tvo leiki í röð undanfarin ár.

Ég er í hópi sem ber engar taugar til Vals. Þar eru meðal annars fagmenn eins og Orri Þórðar, prinsinn og gott ef fjósamaðurinn var ekki fjórði maðurinn í hópnum. Þegar ég tala um engar taugar þá meina ég að ég held með KR þegar þeir spila við Val. Ég veit ekki hvað veldur en tvær ástæður koma upp í hugann. Besta vinkona mömmu, hún Erla, var alltaf að velta mér uppúr því fyrir um 25 árum síðan að Valur hafi verið að vinna hitt og þetta. Ég er langrækinn. Það er ættarsjúkdómur.

Hin ástæðan gæti verið sú að Valur er systir Hauka. Það þarf ekkert að ræða það frekar. Saman hafa kannski þessar ástæður tvær ollið því að ég ber engar tilfinningar til þessara liða þó svo að ég kunni vel að meta fullt af fólki á þessum stöðum. 

Ég geng aldrei í rauðu og nota aldrei rauð tí á golfvellinum.

Annars er ég ansi ánægður með FH liðið. Mér finnst byrjunin mögnuð, við misstum báða Midtstoppara okkar og Björn Daníel hélt í Víking. Árangur þjálfarateymisins og liðsins við að skipuleggja varnarleikinn hefur verið frábær hingað til. Það er engin ástæða til annars en að ætla að FH liðið muni gefa meira í þegar líður á. Vellirnir, veðrið og basetanið á bara eftir að batna og það hentar hæfileikaríkum liðum eins og FH. Svo fer væntalega andvökunóttunum hjá PepsiGuðna að ljúka þar sem ungabarnið eldist með hverjum deginum.

Heia FH!

FH kveðja,

Jón Páll

Aðrar fréttir