Jón Páll sendir pistil frá Noregi

Það besta við fótboltann er að þú átt alltaf séns áður en flautar er til leiks. Íslendingar vita þetta þjóða best eftir EM ævintýrið í fyrra  .
Það er engum blöðum um það að fletta að þetta Maribor lið er öflugra lið en FH. Við Ölbræður vorum þó með útsendara í Slóveníu í síðustu viku og þeir vilja meina að það sé möguleiki í þessu. Af einhverjum ástæðum er hörmuleg útivallarregla við lýði hjá Uefa sem þýðir að ef slóvenarnir skora á morgun þá þurfum við að skora 3. Það er það eina sem trufla mig. Evrópu Atli setur 2 á morgun, ef Atli Viðar fær meira en 11 mínútur þá setur hann þriðja markið og við vinnum þetta einvígi.

Það hefur verið talað um að leikurinn sé risastór fyrir FH og íslenskan fótbolta. Það er rétt. Sigrum við, þá erum við komnir í riðlakeppni evrópudeildar eða förum í umspil um að komast í meistaradeildina. Ótrúlega lítið verið fjallað um hve magnað afrek það er hjá FH að vera búnir að vinna sér inn réttindi að þurfa bara 2 sigra í Evrópu til að komast svo langt.

Förum við áfram mun landslagið í Íslenskum fótbolta breytast vegna tekna sem Fimleikafélagið fær inn. Evróputekjur langt fram á næsta ár mun gera það að verkum að félagið mun eiga kost á því að bæta umgjörðina ennþá betur. Og jafnvel fá mig heim

Ef FH-ingar mæta ekki á þennan leik og fylla Kaplakrika þá verð ég hrikalega hissa. Nú er staður og stund til að mæta í Krikann og sjá nýjan kafla skrifaðan í fótboltasögu okkar Íslendinga, því við vinnum þetta einvígi.

Aðrar fréttir