Jónas Hlynur í fyrsta skiptið yfir 7000 stig í þraut

Jónas Hlynur í fyrsta skiptið yfir 7000 stig í þraut

Jónas lauk í gær keppni í tugþraut á Pac-10 mótinu í Los Angeles. Jónas endaði með 7002 stig sem er bæting um 147 stig.
Jónas er þar með níundi Íslendingurinn til að skora 7000 stig eða meira í tugþraut en með árangri sínum um helgina komst hann upp fyrir Bjarna Þór Traustason og Örn Clausen í afrekaskránni.
Jónas hefur lítið getað æft frá því um áramótin vegna meiðsla í læri og með tilliti til þess er árangur hans einstaklega góður og ef allt gengur vel á næstu vikum mun hann eflaust bæta árangur sinn enn meira í sumar.

Árangur Jónasar var eftirfarandi:
7002 stig, 3. sæti
(11,85 sek(v 0,0)- 6,73 m (v 0,1)- 13,54 m – 1,92 m – 52,65 sek – 15,59 sek (v1,2) – 38,87 m – 3,85 m – 61,61 m – 4:39,61 mín)
Þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um þrautina er bent á að fara á heimasíðu Jónasar þar sem hann fer í gegnum hana:
http://www.jonashlynur.blogspot.com

Aðrar fréttir