Jónsi í spjalli

Jónsi í spjalli

Í gærkvöld var aðalfundur Knattspyrnudeildar FH haldin. Fjölmargir gestir létu sjá sig í Lækjarskóla þar sem fundurinn var haldinn að þessu sinni. Þá voru flestir leikmenn meistarflokks mættir til að hlýða á fyrirlestur formannsins og skoða reikninga Knattspyrnudeildar.

Reksturinn er ágætur og vöxtur Unglingaráðs er með ólíkindum. Velta deildarinnar nam tæpum 170 milljónum sem er talsvert meira en árið áður. Jón Rúnar Halldórsson var endurkjörin formaður en breytingar urðu á stjórninni sjálfri.

FH.is settist niður með Jóni og ræddi málin.

Til hamingju með kosninguna, Kom þessi rúsneska kosning þér á óvart, eða er þetta eitthvað sem þú reiknaðir með?

Það verður nú að segjast eins og er að það hefur nú ekki verið löng biðröð í þetta embætti. Við FHingar höfum verið svo lánsamir að búa við mikla samstöðu þeirra sem hafa gefið sig til þessara starfa þannig að byltingar eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað og verður vonandi ekki í komandi framtíð.

Það urðu breytingar á stjórn, hvaða fólk er það sem skipar þessa nýju stjórn?

Ég vil fyrst nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa starfað í stjórnum deildarinnar á liðnu ári. Það gengu tveir aðilar úr stjórn knattspyrnudeildar þeir Leifur Helgason og Benidikt Olgeirsson og vil ég þakka þeim vel unnin störf fyrir deildina.

Annars er stjórn KDFH þannig skipuð , Lúðvík Arnarson varaformaður, Péur Stephensen gjaldkeri, Kristinn Jóhannesson ritari en hann kemur nú aftur til starfa innan stjórnar KDFH eftir nokkura ára hlé og meðstjórnendur eru,Gísli Björgvisson formaður unglingaráðs, Helga Friðriksdóttir formaður kvennaráðs, Steinar Stephensen, Sigþór Árnason sem kom nýr inn og að endingu er það sendiherra deildarinnar Guðmundur Árni Stefánsson

Uppfyllti 2007 þínar væntingar hvað varðar árangur á velli og í rekstri?

Eins og fram kom í reikningum deildarinnar þá var smávægilegur halli á rekstrinum og er það ekki viðunandi. Það er alltaf erfitt að halda þannig á málum að allt gangi upp svo ég tali nú ekki um þegar vöxturinn er jafn mikill og raun ber vitni. Hvað varðar árangur á velli þá held ég að ekki verði talið sanngjart að biðja um meira en ég er nú ekki sérstaklega sanngjarn svo ég bið um meira og veit fyrir víst að ég tala fyrir munn allra FHinga. Árangur yngriflokka hefur verið frábær undafarin ár og árangur eldriflokka kvenna gefur okkur góð fyrirheit. Meistaraflokkur karla stóð sig með ágætum og kom heim með bikar sem okkur sálega vantaið í hillurnar. Það má segja að ég sé sáttur, já það má segja það.

Hver eru markmið Knattspyrnudeildar?

Okkar markmið eru einföld, byggja upp félagslegan þroska sem aftur gerir það að verkum að okkar fólk getur tekist á við sigra jafnt sem ósigra eins og sönnum íþrottamönnum sæmir. Við teljum okkur vera að vinna gott og uppbyggilegt starf. Ég vil þó leggja áherslu á að vil höfum alltaf að markmiði að sigra, sigra og vera bestir það eru að sjálfsögðu markmið sem allir íþróttamenn setja sér.

Reksturinn hefur þyngst á milli ára, hvernig gengur að halda sjó í svona rekstri?

Það segir sig sjálft að eftir því sem starfið verður umfangsmeira því þyngra verður að halda í horfinu. Það er ekki einungis það að deildin sé að stækka heldur eru gerðar meiri og meiri kröfur til okkar varðandi alla skapaða hluti. Það eru kröfur um betur menntaða þjálfara, betri aðstöðu, betir búnað o.fl, o.fl.. Þetta er allt mjög eðlilegt og sjálfstagt en það er mun meiri vinna við þetta en áður.

Á aðalfundi knattspyrnudeildar talaði formaður félagsins, Viðar Halldórsson um að te

Aðrar fréttir