Julefrukost FH 2014, TAKIÐ DAGINN FRÁ!

Julefrukost FH 2014, TAKIÐ DAGINN FRÁ!

Kæru FH-ingar

Þá er komin dagsetning á hið margrómaða Julefrukost FH 2014 og án efa flottasta Julefrukostið í Hafnarfirði og þó víðar væri leitað. Dagurinn sem hefur orðið fyrir valinu í ár er laugardagurinn 6.desember.

Fylgist með á www.fh.is þegar nánari tilkynningar um skemmtikrafta og forsölu koma. Plakatið er í vinnslu og þar verða andlit og nöfn sem enginn vill missa af, en núna er sem sagt hægt að setja stórt og feitt X í dagbókina og taka daginn frá. Dagskráin verður þétt og skemmtileg eins og undanfarin ár.

 

Strákarnir í Kjötkompaníinu lofa sannkallaðri flugeldasýningu en Julefrukostin síðustu ár hefur verið þekkt fyrir þeirra ”best of” matseðil en þar spila þeir sínum bestu spilum fyrir FH-inga og vini þeirra. Matseðilinn má sjá hér að neðanverðu og það má fullyrða það að matseðillinn hefur aldrei verið glæsilegri.

 

FH Julefrukost

Forréttir:

Hreindýrapaté  með rauðlaukssultu og rifsberjum

Heitreykt og grafin  andabringa á sesam-rucola og jarðarberjasósa

Nauta carpaccio með ferskum parmesan og lime

Grafið nautafile með piparrótarrjóma

Nauta-tartar á kryddbrauði

Laxatartar með capers og piparrótarsósu

Grafinn lax með hunangs-sinnepssósu

Humarsaltfisksalat

Reyklaxa-kæfa með dillsósu

Tvítaðreykt hangilæri á beini með laufabrauði

3 teg. Síld með rúgbrauði

Ekta Danskt leverpostej með steiktu baconi og sveppum

Aðalréttir:

Dönsk fleskestej

Nautalundir í Trufflusveppe pipar kryddlegi

Kalkúnabringur

Meðlæti:

Soðsósa (með nauti)

Kartöflusalat

Brokolisalat

Salvíusósa (með kalkún)

Ferskt salat með sólþurrkuðum tómötum, feda osti og ólífum

Kalkúnafylling

Waldorf salat

Ofnbakaðar kartöflur

Nýbakað brauð.

<p style="text-align: cen

Aðrar fréttir