Kæru FH-ingar

Kæru FH-ingar

9-11 janúar 2015 mun 21 árs landslið karla leika undanriðil Heimsmeistarakeppninnar í Strandgötu Hafnarfirði.

Við FH-ingar eigum tvo fulltrúa í þessu liði, þá Ágúst Elí Björgvinsson og Daníel Matthíasson og erum við afar stolt af þessum strákum.

Strákarnir eru að selja miða á leikina þessa dagana en miðasala þessi er liður í fjáröflun þeirra fyrir komandi leiki og undirbúning.

 

Það er gríðarlega kostnaðarsamt að vera afreksmaður í handknattleik og er kostnaður drengjanna mikill og hvetjum við því alla til að kaupa sér miða á leikina í gegnum strákana og styðja við bakið á þeim.

Mót þetta verður frábært, og skemmtilegt að kíkja í Strandgötuna í byrjun janúar og sjá framtíðar leikmenn Íslands og annarra þjóða.

 

Allar nánari upplýsingar um miðana má fá hjá strákunum.

Ágúst Elí = 864 5620

Daníel = 862 9214

 

Gangi ykkur vel strákar !

Aðrar fréttir