Kaffi Akureyrarmótið í handbolta

Kaffi Akureyrarmótið í handbolta

Mótið taldist nokkuð sterkt, en á því kepptu:


        FH


   Akureyri

         ÍR


  Akureyri 2

Frekar einfalt fyrirkomulag, þeir sem fá flest stig vinna… Ef lið verða jöfn efst ræður markatala… Þið þekkið þetta… Spilað var í KA heimilinu.

Eftir góðan 5 tíma akstur á Akureyri mættum við á höfuðstað Norðurlands um 5 leytið á föstudeginum. ÍR- ingar voru fyrsta fórnarlambið og áttum við leik við þá kl 18:30. Menn höfðu því lítinn tíma til þess að jafna sig eftir bílferð, nú var það bara harkan sex og planið að leggja einn af aðalkeppinautum okkar í vetur.

Leikurinn var tiltölulega kaflaskiptur. Það tók okkur nokkrar mínútur að komast yfir ferðaþreytu og ÍR- ingar gengu á lagið, leiddu fyrstu mínútur en þegar leið á leikinn náðum við mest 4 marka forystu í hálfleiknum. Aron raðaði mörkunum, samspil í sókn fúnkeraði fínt og vörnin fór að smella betur. Bakslag varð þó síðustu mínútur hálfleiksins og við leiddum leikinn með einu í hálfleik.

Hvað ungur nemur gamall temur er góð setning í þessu tilviki

Elvar þjálfari lét aðeins í sér heyra í hálfleik: “Halló!… strákar þetta snýst um að spila handbolta, vinna með báðum höndum og hugsa í lausnum…!” …slíkur frasi gerir ekki annað en að kveikja í mönnum og með góðri baráttu, fínni spilamennsku og sterkri vörn þar sem ÍR- hopuðu undan og emjuðu sem mest þeir máttu, mjökuðum við okkur frá þeim í seinni hálfleik og uppskárum 6 marka sigur 32-26. Aron var að salla töluvert, spilaði félaga sína vel uppi og stjórnaði sókninni afar vel. 6-0 vörnin var slök til að byrja með en henni óx ásmegin, hreyfanleiki og talandi varð betri og menn fóru frekar í kontakt til þess að brjóta og stöðva sóknarleik ÍR-inga. Sett var í lás í lokin og niðurstaðan varð góður sigur. Yfir allt fínn leikur og liðið á réttu róli. Hér mátti þó ýmislegt bæta og menn áttu vel inni.

Um kvöldið var Greifinn heimsóttur og menn gæddu sér á kúfullu pizzahlaðborði í tilefni af góðum sigri. Við gistum svo á gistiheimilinu Akur-Inn, afar heimilisleg og kósý gisting. Mjög fínt. Ekki voru þó allir á eitt sáttir við úthlutun herbergja… Við hana réði ríkjum hin margumtalaða goggunarröð… Þó gerðu menn nú heiðarlegar tilraunir og fá þei

Aðrar fréttir