
Kaplakaffi
Nýlega samdi Aðalstjórn FH við Íslenzka Kaupfélagið um uppsetningu og
rekstur á kaffihúsi í Kaplakrika. Vonast aðilar að samningnum að hægt
verði að skapa skemmtilega og lifandi stemningu í þessari frábæru
aðstöðu.
Vinna við uppsetningu er nú þegar farin í gang og vonir standa til að hægt verði að opna í nóvember.
Eigendur Íslenzka Kaupfélagsins eru Hermann Valgarðsson og Valdimar Geir Halldórsson. Félagið á og rekur tvö önnur kaffihús í Reykjavík.