Kaplakrika framkvæmdir – Opið hús

Kaplakrika framkvæmdir – Opið hús

Kaplakrika framkvæmdir – Opið hús

Framkvæmdir við frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika, sem eru samstarfsverkefni FH og Hafnarfjarðarbæjar, eru í samræmi við áætlanir, sem taka mið af því fjármagni sem fæst til verkframkvæmda hverju sinni. Nýlega var lokið við að steypa alla gólfplötuna í húsinu, en tæplega helmingur gólfsins var steyptur af fyrri verktaka hússins, sem fór frá verkinu haustið 2010, vegna gjaldþrots.

Formaður byggingarnefndarinnar í Kaplakrika, Gunnar Svavarsson, segir “að samið hafi verið við Fimleikafélag Hafnarfjarðar um verkliðinn í haust, enda er það í samræmi við samstarf aðila um ljúkningu verksins. Kostnaður hafi verið innan kostnaðaráætlunar Fasteignafélags Hafnarfjarðarbæjar. Verkið gekk vel og þeir undirverktakar sem komu að verkinu voru fagaðilar í alla staði. Öllum þáttum hafi verið sinnt af kostgæfni”.

Frjálsíþróttahús

Gunnar segir “að næstu skref séu í undirbúningi. Þau skref taki m.a. mið af fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014 og rammaáætlun fyrir 20

15-2017. Næsta stóra átakið er gólfefnið, sem leggst ofan á plötuna, en um leið ýmis innanhúsfrágangur. Lóðamálin og utanhúsfrágangur verði að bíða enn um sinn, en vel má vera að hægt verði að fara í það á grundvelli flýtiframkvæmdar. Mikilvægt er fyrir samfélagið allt að klára sem fyrst fasteignaverkin í Kaplakrika, sem hófust 2004″.

Í tilefni af því að gólfið er fullsteypt í frjálsíþróttahúsinu, þá mun verða opið hús föstudaginn 13. desember frá kl. 16.00-18.30. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, segir að “13. desember sé hátíðisdagur í hugum margra FH-inga, en þá eru nákvæmlega 3 ár síðan Sjónarhóll var vígður og 48 ár síðan Sjónarhólshjónin, Björn Eiríksson og Guðbjörg Jónsdóttir, gáfu félaginu stórhýsið Sjónarhól að Reykjavíkurvegi 22, eftir sinn dag . Það er því við hæfi að opna inn í frjálsíþróttahúsið fyrir FH-inga, Hafnfirðinga og aðra gesti á þessum merka degi. Margir hafi hug á því að fá að sjá frjálsíþróttahúsið að innan, nú er tækifærið.”

Birgir segir” að þennan dag séu ekki nema 11 dagar til jóla og muni hann að sjálfsögðu verða búinn að hella upp á könnuna, vera með nýbakaðar piparkökur, eins og piparkökur eiga að vera.

Aðrar fréttir