Kemur ekkert annað til greina en að vinna

Kemur ekkert annað til greina en að vinna

Ólafur Guðmundsson, stórskytta FH, er í banni í kvöld og mun ekki spila með FH-liðinu gegn fram í N1-deild karla.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en Ólafur er bjartsýnn fyrir leikinn.

Nú hefur þú örugglega æft með liðinu þótt þú sért í banni, hvernig leggst leikurinn í strákana?
Hann leggst bara mjög vel í okkur, við höfum tekið góðar æfingar alla vikuna og menn að leggja sig alla fram, það kemur ekkert nema sigur til greina

Það má með sanni segja að þetta sé algjör lykilleikur fyrir FH, ef þið tapið eru þið komnir í smá skít ef svo má segja – en ef þið vinnið gætu þið verið komnir upp í þriðja eða fjórða sæti?
Já það er stutt á milli, allir að vinna alla í þessari deild sem er alveg hrikalega jöfn.  En þetta er ennþá í okkar höndum, ef við klárum okkar leiki þá erum við öruggir í úrslitakeppnina og þar eigum við heima en það er undir okkur komið að sýna það. Fyrsta skrefið í því er að vinna fram núna á morgun/dag

Verður ekki erfitt að sitja í stúkunni og fylgjast með liðinu?
Jú það er alveg hrikalega erfitt, auðvitað langar mig að geta hjálpað liðinu, sértaklega á þessum tíma þegar hvað mest reynir á. En ég hef fulla trú á liðinu og þeim leikmönnum sem spila leikinn og treysti þeim 100% í að klára leikinn á morgun

Einhver skilaboð til stuðningsmanna FH?
Já ég vona bara að sem flestir mæti á leikinn og styðji okkur, því stuðningurinn frá fólkinu er mikilvægastur á tímum eins og þessum

Aðrar fréttir