Kjóstu þitt besta FH lið

Til að fagna því að 20 ár eru liðin frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH í meistaraflokki karla gefst aðdáendum nú kostur á að velja sitt uppáhalds byrjunarlið úr sögu liðsins. 

Frá stofnun félagsins hafa margir ótrúlegir leikmenn klæðst þessari fallegu hvítu og svörtu treyju og valið í hverja stöðu því nánast kvíðavaldandi. Þrátt fyrir að biðin eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum hafi verið löng unnu leikmenn liðsins sig inn í hug og hjörtu aðdáenda FH. Ekki minnkaði aðdáunin fyrir 20 árum síðan þegar Íslandsmeistaratitillinn, sá fyrsti af átta, vannst á Akureyri í september 2004. 

Nú er komið að því að heiðra þá leikmenn sem hafa staðið vaktina frá stofnun félagsins. Aðdáendur FH, fjölmiðlar og knattspyrnuáhugafólk allt er hvatt til að taka þátt í kosningu um besta byrjunarlið félagsins. Viltu stilla upp þínu uppáhalds liði frá árum áður? Eða viltu sjá Daða Lárusson senda langan bolta á Vidda Halldórs sem flikkar honum áfram á Atla Guðna? Valið er þitt!

Opnað hefur verið fyrir kosningu og fer hún fram á heimasíðu FH. Kosning stendur yfir til 1.mars og verður besta byrjunarliðið þá tilkynnt við hátíðlega athöfn. 

Taktu þátt í að velja þetta sögufræga lið og deildu þínu besta liði á samfélagsmiðlum!

Öll sem taka þátt í að velja besta byrjunarliðið fara í pott og eiga möguleika á að vinna sér inn áritaða treyju af leikmönnum Meistaraflokks Karla. 

Gagnasafnarinn Leifur Grímsson sá um að tilnefna leikmenn í hverja stöðu og vekjum við athygli á því að ekki er um huglægt mat að ræða heldur var einungis horft í gögnin. 

Niðurstöður vera svo birtar á öllum okkar miðlum.

Kjósa hér: https://fh.is/knattspyrna/besta-lid-sogunnar/

Áfram FH!

Aðrar fréttir