Klara (Big K) Ingvarsdóttir skoraði eina mark FH

Klara (Big K) Ingvarsdóttir skoraði eina mark FH

 Lið FH var þannig skipað:

mark. Iona

Vb. Þórun Káradóttir
Mv. Sara Atla
Mv. Ingibjörg Pálmadóttir
hb. Hinrikka Bjarnadóttir

Vk. Hlín Guðbergsdóttir
M. Sigmundína Sara
M. Valgerður Björnsdóttir
hk. Guðrún Björg

S. Halla Marínósdóttir
S. Helga Rut.

Varamenn: Arna Bergrún, Klara Ingvarsdóttir, Allma Gytha, Rakel Birna og Ester.
 

Leikurinn fór vel af stað fyrir okkar menn sem mættu ákveðnir til leiks og voru betri aðilinn í leiknum framan af.  En þrátt fyrir það náðu stelpurnar ekki að finna leið að marki Aftureldingar.  Og það fór svo að gestirnir skoruðu óvænt fyrsta markið eftir misskilning á milli varnar og markmanns FH.  Skömmu síðar gerðu þjálfarar FH breytingu á sóknarlínu FH og inn kom Klara (Big K) Ingvarsdóttir sem jafnaði leikinn eftir mikinn darraðardans fyrir framan mark Aftureldingar.  Góð innkoma hjá Klöru og augljóst að hún  hefur haft gott af sveitasælunni í 10. bekkjaferðinni.  Staðan í hálfleik 1-1 og FH enn með góðan möguleika á sigri.

Í síðari hálfleik fundu FH-ingar þó aldrei taktinn og Afturelding vann sig jafnt og þétt inní leikinn.  Þær uppskáru 2 mörk til viðbótar á meðan FH náði lítið sem ekkert að ógna marki granna sinna í Mosó.  þjálfarar FH gerðu ýmsar breytingar á liði FH en allt koma fyrir ekki.  þetta var einfaldlega einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk og öll sund virtust lokuð.  Lokatölur 1-3.

FH-stelpurnar komu vel stemmdar til leiks í gærkvöld og gáfu sig allar í leikinn en það bara einfaldlega dugði ekki til.  Það er hluti af íþróttiðkun að tapa og verða fyrir vonbrigðum.  En það er líka hluti af þessari íþrótt að vinna úr vonbrigðum og koma sterkari til aftur reynslunni ríkari.  Eða eins og helgur maður sagði eitt sinn  „Þegar maður kemst á botninn getur maður spyrnt sér upp aftur“.

FH fær nú tækifæri á að komast á sigurbrautina aftur í síðast leik í Faxaflóamótinu gegn annaðhvort KFR eða Selfoss sem leika í dag laugardaginn 13. maí.  Leikurinn um 5-6 sætið fer svo fram á mán kl. 18:00 í Krikanum.

Við leikmenn og þjálfarar í 3. fl. kv. viljum kvetja alla FH-inga til að koma og sjá vonandi skemmtilegan leik milli tveggja góðra liða.

Aðrar fréttir