Knattspyrna – nýtt tímabil yngri flokka

Knattspyrna – nýtt tímabil yngri flokka

Foreldrar athugið!

Nú líður senn að því að vetrarstarfið hefjist í fótboltanum. Þau börn sem eru núna að klára eldra árið í sínum flokki færa sig upp um flokk og þeir sem eru að klára yngra árið færa sig nú yfir á eldra árið. Þessu fylgja ýmsar breytingar, bæði hvað varðar þjálfara og eins hvað varðar æfingatíma. Bestu upplýsingaveiturnar í þessum efnum eru bloggsíður flokkanna, en þangað inn koma allar upplýsingar um leið og þær komast á hreint, allt árið um kring. Það er því ekki úr vegi að setja hér inn krækjur á þessar bloggsíður til að auðvelda foreldrum upplýsingaleitina. Hér á eftir koma þessar upplýsingar og einnig upplýsingar um það hvaða árgangar koma til með að skipa hvern flokk í vetur.

8. flokkur:
Árg. 2005 & 2006
Bloggsíða 8. flokks karla: fh8.blogcentral.is
Bloggsíða 8. flokks kvenna: 7kvfh.blogcentral.is

7. flokkur:
Árg. 2003 & 2004
Bloggsíða 7. flokks karla: fh7.blogcentral.is
Bloggsíða 7. flokks kvenna: 7kvfh.blogcentral.is

6. flokkur:
Árg. 2001& 2002
Bloggsíða 6. flokks karla: fh6fl.blogcentral.is
Bloggsíða 6. flokks kvenna: 6flkvfh.blogcentral.is

5. flokkur:
Árg. 1999 & 2000
Bloggsíða 5. flokks karla: 5flokkurfh.bloggar.is
Bloggsíða 5. flokks kvenna: fh5.blogcentral.is

4. flokkur:
Árg. 1997 & 1998
Bloggsíða 4. flokks karla: blogg.visir.is/fh4ka
Bloggsíða 4. flokks kvenna: dasfh.blogcentral.is

3. flokkur:
Árg. 1995 & 1996
Bloggsíða 3. flokks karla: 3fh.blogspot.com
Bloggsíða 3. flokks kvenna: dasfh.blogcentral.is

Á þessum síðum má eins og fyrr segir finna allar nýjustu upplýsingar og því um að gera að fylgjast þar vel með.

Aðrar fréttir