Knattspyrnudeild FH Hugleiðing af gefnu tilefni

Knattspyrnudeild FH Hugleiðing af gefnu tilefni

Nokkur umræða hefur skapast að undanförnu vegna þess að Meistaraflokkur kvenna í FH mætti ekki til leiks gegn Val í Landsbankadeildinni þann 3. september s.l. Stjórn Kd. FH hefur legið undir óvæginni gagnrýni vegna þessa atviks. Öllu verri eru þó þau orð sem ýmsir hafa látið falla um leikmenn FH í meistaraflokks kvenna.

Á það skal bent að þær stúlkur hafa mætt ofjörlum sínum í sumar og þarf sterk bein til að þola slíkt. Þær eru ungar að árum og eiga heiður skilinn ásamt þjálfara og ættu menn þar að spara stóru orðin. Vandamál FH í meistaraflokki kvenna í sumar eru um leið vandamál kvennakattspyrnu á Íslandi.

Stjórn Kd. FH ákvað að tefla fram liði í Landsbankadeild kvenna þrátt fyrir brottfall úr okkar röðum. Við vissum að erfitt sumar væri framundan en töldum okkur hafa vilyrði fyrir því að eitt af toppliðunum lánaði okkur leikmenn. Það gekk ekki eftir. Stjórnin ber ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru og enginn skýtur sér undan því.

Aðalatriðið er að menn læri af þessu þegar til framtíðar er ítið. Margir segja að kvennaknattspyrna eigi að skipa stærri sess en hún gerir. Undir það skal tekið en um leið á það bent að leiðin að því er hluta til í höndum leikmanna sjálfra. Það er vinna að verða góður í fótbolta og enginn knattspyrnumaður hefur verið settur í neinn sess. Þangað hafa menn komist sjálfir með réttu hugarfari, ástundun og gríðarlegri vinnu. Ekkert er ókeypis í þessu og ekki heldur í kvennaknattspyrnu. Hún mun þróast áfram en til þess þarf hún tíma. Ef leikmenn hafa trú á sjálfum sér og vilja meira er bjart framundan.

Starfið hjá Knattspyrnudeild FH spannar í dag frá 8. flokki og upp í meistaraflokk, karla og kvenna. Frá 8. flokki og upp í 3. flokk æfa nú um 215 stúlkur og skiptist nokkuð jafnt á flokka. Í þessum flokkum er boðið upp á sömu aðstöðu í karla og kvennaflokkum og stjórnin hefur lagt metnað sinn í að ráða hæfa þjálfara til starfa. Stjórnin er stolt af þessu starfi og lítur svo á að það byggist á knattspyrnulegum forsendum óháð hvers kyns leikmennirnir eru. Það að verða betri knattspyrnumaður snýst um það en ekki kynferði. Einnig er rétt að geta þess að þátttaka í knattspyrnuskóla FH á liðnu sumri sló öll met, um þrjú hundruð krakkar fylltu Kaplakrikann hvern dag og skiptist nokkuð jafnt milli kynja.

Fá lið á Íslandi senda fleiri lið til keppni á vegum KSÍ en FH. Það er metnaðarmál okkar. Starfið í Knattspyrnudeild FH er gríðarlega öflugt um þessar mundir og iðkendum hefur fjölgað svo að við höfum áhyggjur af að geta ekki staðið undir þeim kröfum sem til okkar eru gerðar. Kaplakrikinn er fyrir lögnu orðinn of lítill og FH vantar æfingasvæði til framtíðar. Rétt er að undirstrika það að drengir og stúlkur búa við sömu aðstöðu til æfinga í Kaplakrika.

Eftir 3. flokk er brottfall mun meira hjá stúlkum en drengjum. Það verður ekki skýrt með því að þær beri skarðan hlut frá borði varðandi aðstöðu og þjálfara. Þar er verk að vinna sem stjórn Kd. FH tekur mjög alvarlega. Þess vegna er unnið að því stofna knattspyrnuakademíu í FH í tengslum við grunnskólana í Hafnarfirði, fyrir drengi og stúlkur. Við ætlum okkur í fremstu röð í kvennaflokki en það verður að gera í réttri röð og með réttir uppbyggingu. Það verður ekki gert með því að setja meiri peninga í kvennaboltann eins og það heitir í daglegu tali. Í FH eru nú efnilegar stúlkur, þær sem léku í meistaraflokki í sumar, og hefur nú ómaklega verið ráðist á. Við tökum hins vegar ofan fyrir þeim og vitum að þær eru okkar von í kvennaboltanum.

Það er lágmarkskrafa að þeir sem ryðjast fram á ritvöllinn til að hnýta í stjórn Kd. FH kynni sér málin og fari ekki með staðlausa stafi. Að saka stjórn kd. FH um metnaðarleysi, þegar skoðað er starf og árangur flokka FH í fótbolta, verður ekki stutt neinum skynsamlegum rökum. Það er gaspur sem eru að engu hafandi. Árangur FH-inga í fótbolta undanfarin ár ber starfinu vitni. Það er eðlilegt að gleðjast yfir góðum árangri og fagna titlum. Hins v

Aðrar fréttir