Knattspyrnuskóli FH 2016

Knattspyrnuskóli FH 2016

Yngri hópur – Krakkar fæddir 2006-2010:

  • 1. námskeið: 9. – 16. júní (6 dagar)
  • 2. námskeið: 20. – 24. júní
  • 3. námskeið: 27. júní – 1. júlí
  • 4. námskeið: 4. júlí – 8. júlí
  • 5. námskeið: 11. júlí – 15. júlí
  • 6. námskeið: 18. – 22. júlí
  • 7. námskeið: 25. – 29. júlí
  • 8. námskeið: 8. – 12. ágúst
  • 9. námskeið: 15. – 19. ágúst

Knattspyrnuskólinn byrjar stundvíslega kl. 09.00 og stendur til 11.00 fyrir 5-10 ára. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klædd eftir veðri. Boðið upp á gæslu í íþróttahúsinu frá 11-12 og einnig frá 8.00-9.00 á morgnana í Risanum/Dvergnum.  Frjálst er að sækja krakkana hvenær sem er á milli 11:00-12:00. Gæslan er innifalin í verðinu. Skólastjórar eru Bjarki Benediktsson og Kristmundur Guðmundsson.

Hugmyndin er að fjölga námskeiðum enda þátttakan aukist síðustu ár. Stefnt að samvinnu við Frjálsíþróttanámskeið FH hvað tímasetningar varðar með það að markmiði að bjóða krökkunum upp á að sækja námskeið í Krikanum allan daginn.

Áhersla er lögð á að þátttakendur fái verkefni við sitt hæfi. Farið verður í grunnþætti knattspyrnunnar og leikgleði höfð í fyrirrúmi. Dagskráin er brotin upp vikulega, haldið verður Evrópumeistaramót hvern föstudag og auk þess að heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða á döfinni.

Verð fyrir hvert námskeið: 6000 kr. Ef barn tekur þátt á fimm námskeiðum er það sjötta að kostnaðarlausu. Systkinaafsláttur 1000 kr.- á barn. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí næstkomandi. Ef iðkandi kemst ekki alla dagana er hægt að borga fyrir staka daga.

 

Eldri hópur –  Krakkar fæddir 2005-2002:

  • 1. námskeið: 9.  – 24. júní (11 dagar)
  • 2. námskeið: 4. júlí – 15. júlí (10 dagar)
  • 3. námskeið: 8. – 19. ágúst (10 dagar)

Knattspyrnuskólinn stendur yfir frá 12.30-14.15 fyrir 10-13 ára.

Áhersla er lögð á að bæta tæknilega getu krakkana og verður farið markvisst í alla grunnþætti knattspyrnunnar. Unnið verður í nánu samstarfi við þjálfara 5. og 4.flokka karla og kvenna, svo álagið verði ekki of mikið á krakkana þegar kemur að leikjum og æfingum hjá flokknum.

Dagskráin verður brotin upp nokkrum sinnum yfir sumarið, farið í ferðir, sett upp í knattþrautir og fótboltagolfmót auk þess að heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða á döfinni.

Eldri: Verð fyrir hvert námsk

Aðrar fréttir