KNATTSPYRNUSKÓLI FH 2019

KNATTSPYRNU- OG BOLTASKÓLI FH

KNATTSPYRNUSKÓLI FH 2019

Krakkar fæddir 2007-2012:

  • námskeið: 11. – 14. júní (4 dagar)
  • námskeið: 18. – 21. júní ( 4 dagar)
  • námskeið: 24. – 28. júní
  • námskeið: 1. – 5. júlí
  • námskeið: 8 – 12. júlí
  • námskeið: 15. – 19. júlí
  • námskeið: 22. – 26. júlí
  • námskeið: 12. – 16. ágúst

Knattspyrnuskólinn byrjar stundvíslega kl. 09:30 og stendur til 11:30 fyrir 6-12 ára (7.-5.flokkur). Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klædd eftir veðri. Boðið upp á gæslu í íþróttahúsinu frá 08:00-09:15 og frá 11:30-12:45. Gæslan fer fram í íþróttasalnum í Kaplakrika og/eða Dvergnum. Frjálst er að sækja krakkana hvenær sem er á milli 11:30-12:45. Gæslan er innifalin í verðinu. Við æfum í Risanum, Dvergnum og úti á frjálsíþróttavelli.

Æfingar hjá flokkunum eru frá 08:15-09:15 annars vegar og hinsvegar frá 11:35-12:35. þrjá daga vikunnar. Þeir sem fara svo á námskeið hjá öðrum deildum innan FH eftir hádegi geta fengið hádegismat í kaffihúsinu í Kaplakrika. Verð fyrir mat í hádeginu er 2000 krónur vikan. ATH. Ekki er hægt að greiða fyrir staka máltíð. Öll skráning á mat fer í gegnum Nora.

Knattspyrnuskólanum er áhersla lögð á að þátttakendur fái verkefni við sitt hæfi. Farið verður í grunnþætti knattspyrnunnar og leikgleði höfð í fyrirrúmi. Dagskráin er brotin upp vikulega, haldið verður HM-mót hvern föstudag og auk þess að heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða fastur liður.

Verð fyrir hvert námskeið er 6000 kr (hægt er að borga stakan dag fyrir 2000 kr).. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí næstkomandi. Ef iðkandi kemst ekki alla dagana er einnig hægt að borga fyrir staka daga. Hægt er að skrá á staðnum. Þar sem það er frídagur á mánudegi í fyrstu tveimur námskeiðum kosta þau námskeið 4800.


BOLTASKÓLINN

Krakkar fæddir 2013-2015:

  • námskeið: 8. – 12. júlí
  • námskeið: 15. – 19. júlí
  • námskeið: 22 – 26. júlí
  • Boltaskólinn stendur yfir frá 9.00-12.00. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klædd eftir veðri. Boðið er upp á gæslu frá 8.00-9.00.
  • Farið verður í ýmsa hreyfi- og boltaleiki og boltar af ýmsum stærðum og gerðum kynntir fyrir krökkunum. Námskeiðið fer fram í íþróttasalnum okkar en einnig fá börnin að kynnast útisvæðum í Kaplakrika og knatthúsunum.
  • Verð fyrir hvert námskeið er 6000 kr (hægt er að borga stakan dag fyrir 2000 kr).. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 14.maí næstkomandi. Ef iðkandi kemst ekki alla dagana er hægt að borga fyrir staka daga.

Stjórnendur og leiðbeinendur:

Skólastjórar í ár eru Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir, þjálfari 6.flokk kvenna og Brynjar Sigþórsson , þjálfari 5.flokks karla. Þeim til halds og trausts verða aðal- og aðstoðarþjálfarar yngri flokka FH og leikmenn í meistaraflokkum félagsins og 2. og 3. fl. karla og kvenna. Allar frekari upplýsingar á knattspyrnuskoli@fh.is.

Knattspyrnuskólinn á Facebook

Við hvetjum alla til að fylgjast með Knattspyrnuskóla FH á Facebook þar sem birtast m.a. myndir og myndbönd frá námskeiðunum. https://www.facebook.com/knattspyrnuskolifh/

 

Aðrar fréttir