Knattspyrnuskóli FH í fullu fjöri

Knattspyrnuskóli FH í fullu fjöri

Knattspyrnuskóli FH er farinn á fullt og fyrstu tvö námskeiðin að baki. Um 150 krakkar sprikluðu dag hvern í Krikanum og hefur námskeiðið gengið eins og í sögu. Krakkarnir hafa staðið sig með prýði og tekið góðum framförum enda fjölbreyttar æfingar, knattþrautir og fótboltagolfmót og ýmislegt fleira á dagskránni. Síðasta föstudag slógum við upp grillveislu og fengum poppstjörnuna Friðrik Dór í heimsókn til að taka nokkur ódauðleg FH-lög fyrir krakkana. Einnig kíkti Matthías Vilhjálmsson, atvinnumaður með Start í Noregi og fyrrverandi fyrirliði meistaraflokks FH, í heimsókn til eldri hópsins, spjallaði við liðið og gaf góð ráð.  Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá skólanum en við minnum einnig á námskeiðin í sumar, en við byrjum aftur á fullu 2. júlí.

Næstu námskeið Knattspyrnuskólans:

Yngri hópur (2002-2006) – Erum frá 9.00-12.00:

3. námskeið                       2. júlí – 6. júlí

4. námskeið                       9. júlí – 13. júlí

5. námskeið                       16. júlí – 20. júlí

6. námskeið                       13. ágúst – 17. ágúst (verðum frá 13.00-16.00)

Eldri hópur (1998-2001) –  Erum frá 13:00-15:00:

3. námskeið                       9. júlí – 13. júlí

4. námskeið                       16. júlí – 20. Júlí

 

Boltaskólinn (2007-2008) – Erum frá 9.00-12.00:

1. námskeið                       2. júlí – 6. júlí

2. námskeið                       9. júlí – 13. júlí

3. námskeið                       16. júlí – 20. júlí

Aðrar fréttir