Kolbeinn Höður og Ari Bragi byrja keppnistímabilið vel á Vormóti UFA

Kolbeinn Höður og Ari Bragi byrja keppnistímabilið vel á Vormóti UFA

Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason kepptu í 100m hlaupi á Vormóti UFA sem fram fór á Akureyri á sunnudaginn var. Kolbeinn Höður bætti sinn besta árangur í 100m hlaupi þegar hann hljóp á 10,64 sek (+1,4 vindur) sem er jafnframt bæting á FH meti. Gamla metið 10,82 áttu Óli Tómas Freysson og Ari Bragi. Í sama hlaupi hljóp Ari Bragi á 10,71 sem einnig er persónulegt met.

Árangur þeirra lofar góðu fyrir sumarið en þeir ásamt þeim Trausta Stefánssyni, Stefáni Velemir, Kristni Torfasyni, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttir, Vigdísi Jónsdóttur og Þórdísi Evu Steinsdóttur munu keppa á fyrsta Smáþjóðameistaramótinu sem fram fer á Möltu 11. júní nk.

Aðrar fréttir