Kolbeinn Höður og Stefán Velemir með bætingar

Kolbeinn Höður og Stefán Velemir með bætingar

Kolbeinn Höður Gunnarsson spretthlaupari úr FH bætti sinn besta árangur í 200 m hlaupi á móti í Scara í Svíþjóð í dag. Kolbeinn hljóp á tímanum 21,19 sek í 0,1 m/sek vindi og var hann aðeins 0,02 sek frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Jón Arnar setti metið fyrir 20 árum, eða árið 1996. Kolbeinn Höður náði næstbesta árangri Íslendings í þessari grein og setti hann piltamet í flokki 20-22 ára og bætti sinn besta árangur um 18/100 úr sek. Ari Bragi Kárason FH náði einnig frábærum árangri í sömu grein, þegar hann hljóp á tímanum 21.43 sek í 0,4 m/sek vindi. Ari Bragi bætti sinn besta tíma um 21/100 úr sek og fór hann úr 14. sæti Íslendings í 6. sæti.

Kolbeinn Höður og Ari Bragi kepptu einnig í 100 m hlaupi á mótinu og voru þeir við sinn besta árangur í greininni. Kolbeinn Höður hljóp á tímanum 10,72 sek og Ari Bragi á tímanum 10,76 sek.

 

Í dag var einnig Coca Cola mót FH innanhúss og varpaði Stefán Velemir FH kúlunni 18,41 m og bætti hann eigið piltamet í flokki 20-22 ára um 80 sentimetra, er hann búinn að bæti sig um rúman metra innanhúss á einu ári, sem er frábært hjá þessum unga og efnilega kastara. Stefán er í 5. sæti  Íslendinga innanhúss í kúluvarpinu og fór hann uppfyrir þjálfara sinn Eggert Bogason FH  og Guðna Halldórsson KR með þessu kasti.

 

Hér eru úrslitin frá því í Svíþjóð http://idrottonline.se/IstrumsSK-Friidrott/ImageVaultFiles/id_692583/cf_57129/Resultat_Skararacet_2016_3.HTM

 

Met 20-22 ára fyrra met

200 metra hlaup

 21,36 +1,3

 Jóhann Björn Sigurbjörnsson (1995)<http://afrek.fri.is/Afr/keppendur/kep47360.htm>

 UMSS

 Sauðárkrókur

 15.06.14

 

 Ísl.met í karlaflokki – set upp á dag fyrir 20 árum!!

200 metra hlaup

 21,17

 Jón Arnar Magnússon (1969)<http://afrek.fri.is/Afr/keppendur/kep6073.htm>

 UMSS

 Reykjavík

 06.06.96

 

Annar besti árangur og 6. besti árangur í afrekaskránni http://afrek.fri.is/Afr/FraUpphafi/200mkauka_upph.htm

 Fimmti besti árangur í afrekaskránni http://afrek.fri.is/Afr/FraUpphafi/kulakaika_upph.htm

Aðrar fréttir