
Komdu og byrjaðu að æfa handbolta hjá FH
FH býður öllum strákum og stelpum að koma og prófa að æfa handbolta frítt á meðan EM í Danmörku stendur yfir, 12. – 26. janúar. Það skiptir ekki máli hvort að þú stefnir á að verða landsliðsmaður í framtíðinni eða langar að taka þátt í skemmtilegum leik í góðum félagsskap – ÖLLUM ER BOÐIÐ!
Landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson sem eru með íslenska landsliðinu á EM í Danmörku æfðu upp alla yngri flokkana hjá FH og hver veit nema að þú eigir eftir að komast á stórmót með landsliðinu í framtíðinni.
Æfingatöfluna er hægt að sjá HÉR
Aðrar fréttir
Komdu á póstlistann!
Skráðu þig á póstlistann okkar, þannig að þú missir ekki af viðburðum, tilboðum og skemmtilegum póstum.