Kristján aðstoðar FH – inga til lokatímabils

Kristján aðstoðar FH – inga til lokatímabils

Kristján Arason mun koma inn í þjálfarateymi FH – inga til lokatímabils. Þjálfarar FH liðsins þeir Einar Andri Einarsson og Elvar Erlingsson komu að máli við Kristján og ræddu þá hugmynd að hann myndi koma inn í baráttuna með liðnu á lokakaflanum og tók Kristján vel í þá hugmynd. FH – ingar eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar þremur stigum frá sæti í úrslitakeppni þanngað sem liðið hefur stefnt á að komast í allan vetur. Stjórn deildarinnar styður þessa ákvörðun þjálfarana og vonast til þess að þetta muni þjappa hópnum vel saman og ekki síst FH – ingum almennt og menn fylki sér á bak við liðið á lokakaflanum

Aðrar fréttir