Kristján Arason ráðinn íþróttastjóri

Kristján Arason ráðinn íþróttastjóri

.

Kristján Arason hefur verið ráðinn íþróttastjóri
hjá meistaraflokki FH í handbolta. Mun hann ásamt Einari Andra Einarssyni þjálfa meistaraflokk karla
og einnig koma að þjálfun 2. flokks.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Kristjan þetta: ,,Ég
hef verið að gæla við það undanfarið að fara aftur út í þjálfunina og
þegar mér bauðst þetta tækifæri hjá FH þá gat ég ekki neitað því. Hjá
FH liggja mínar rætur og ég er bara mjög spenntur fyrir þessu. Ég mun
sinna faglegum þáttum, fara í leikskipulagið og vinna þetta í samvinnu
við Einar Andra,”

Aðrar fréttir