Kristján Gauti og Heimir Guðjónsson í heimsókn í Knattspyrnuskólann

Kristján Gauti og Heimir Guðjónsson í heimsókn í Knattspyrnuskólann

Kristján
Gauti er FH-ingur eins og allir vita og lék sinn fyrsta leik á
Íslandsmótinu aðeins 16 ára gamall sumarið 2009. Það sama ár gekk hann í
raðir stórliðsins Liverpool. Þar hefur hann leikið með öflugu
unglingaliði félagsins auk þess sem hann er fastamaður í íslenska U-19
ára liðsins.

Heimi Guðjónsson hefur sem kunnugt er verið burðarás í þeirri velgengni
sem FH hefur notið síðastliðinn áratug. Fyrst sem leikmaður og
fyrirliði en síðustu ár sem þjálfari eftir að hann lagði skóna á hilluna
frægu. Heimir fylgist vel með yngri flokkum FH og ætlar að kenna
upprennandi leikmönnum sitt lítið af hverju.

Aðrar fréttir