Kristján Gauti semur við Liverpool!

Kristján Gauti semur við Liverpool!

FH-ingar hafa lengi vitað að Kristján Gauti hefur alla burði til að ná langt og nú virðist hann vera að springa út sem knattspyrnumaður. Í sumar lék hann t.a.m. með þremur yngri landsliðum Íslands, U-17, U-18 og U-19 og að auki æfði hann og lék með meistaraflokki FH síðsumars.

Kristján Gauti vakti sérstaka athygli á Norðurlandamóti U-17 í Noregi og svo aftur í undankeppni Evrópukeppninnar í Wales. Fjölmörg lið höfðu áhuga á að fá hann í sínar raðir en að lokum valdi hann liðið úr Bítlaborginni. Kristján Gauti er sóknarsinnaður miðjumaður (AMC eins og Gussi Vass myndi segja) hávaxinn, góður skallamaður, fljótur, með góðar hraðabreytingar, mikla tækni og sérlega góðan leikskilning.

Framundan eru spennandi tímar hjá Kristjáni Gauta og ljóst að við FH-ingar fylgjumst vel með framgangi hans ytra og óskum honum alls hins besta.

Aðrar fréttir