Krónumótið í fótbolta

Hið árlega Krónumót fyrir 8. flokk drengja fór fram á dögunum í Risanum þar sem yngstu knattspyrnuiðkendurnir fengu að spreyta sig. Íþróttaálfurinn mætti á svæðið og sá um að hita þátttakendur upp og að upphitun lokinni tóku við stórskemmtilegir fótboltaleikir þar sem guttarnir buðu upp á mögnuð tilþrif. Eftir fótboltaveisluna bauð Krónan upp á ávexti auk þess að allir voru leystir út með glaðningi og verðlaunapeningi.

 

Kronumot 2017 162 Kronumot 2017 53

Kronumot 2017 139 Kronumot 2017 157

Krónumótið hefur fest sig rækilega í sessi undanfarin ár og ungir sem aldnir skemmt sér konunglega. Þann 10. júní er svo komið að stelpunum í 8. flokki og er óhætt að segja að eftirvæntingin sé mikil.

Aðrar fréttir