Kústurinn tekinn tali

Kústurinn tekinn tali


Nú er það Selfoss á Sunnudag. Hvernig leggst sá leikur í þig?

Leikurinn leggst fínt i kústinn enda mannskapurinn frekar þéttur og heill þessa daganna, höldum fyrsta sætinu!

Ertu búin að hlaða byssurnar fyrir leikinn?

Byssurnar eru hlaðnar og læstar i nótt, verda pússaðar og fægðar fyrir leikinn á sunnudaginn.

 
 

Nú hafa Selfossingarnir verið í stöðugri framför í vetur og unnu
Víkinga meðal annars tiltölulega auðveldlega í síðustu umferð. Hvað ber
að varast í þeirra leik?

Já flott að þeir hafi náð að klára Víkingana okkur i
hag en það sýnir líka styrkleika þeirra, þar ber helst að varast
öflugar skyttur og línumann.

Nú unnu FH-ingar marga sæta sigra í Strandgötunni hér árum áður
þegar þú varst í pungnum á pabba þínum. Hvernig leggst það í þig að
spila leikinn í Strandgötunni ?

Ja kallinn var að teasa mig frekar lengi
þarna inni en það leggst bara frábærlega í mig þetta er allgjör
gryfja!, spái miklu meiri stemmingu en i Krikanum !

 
 

Menn segja að þú njótir gríðalegrar hylli hjá kvennþjóðinni. Hver er
galdurinn á bakvið þessa hylli og hverju viltu lofa stúlkunum sem láta
sjá sig á pöllunum í Strandgötunni á sunnudaginn ?

Svo lengi sem eg held mig við “91 eða ekki
neitt!” slepp ég við allt vesen, en þær mega búa sig undir allgjört
beef-fest a sunnudaginn, vel valinn hunk i hverri stöðu ! 

Einhver skilaboð að lokum til FH-inga ?

Hvet alla FH-inga og gaflara að leggja leið sína niður í gamla góða íþróttahúsið við Strandgötu!

Aðrar fréttir