Kveðja frá Sigurgeir Árna

Kveðja frá Sigurgeir Árna

Úrslitahelgin framundan, FH-Haukar og allt undir. Þvílík gleði! Þrátt fyrir brösótt gengi eftir áramót hef ég fulla trú á okkar mönnum. Sigurinn gegn Val var mikilvægur og þar sýndi liðið virkilega sínar bestu hliðar. Ég er því viss um að strákarnir muni mæta fullir sjálfstrausts í leikinn á föstudaginn! Þjálfararnir munu sjá til þess að skipulag, leikkerfi og annað slíkt verði klárt en við vitum öll að í svona úrslitaleikjum er það baráttan, viljinn og leikgleðin sem skiptir sköpum. Núna verðum við að vera „all in“ – bæði leikmenn og stuðningsmenn. Gera allt þetta extra sem skiptir máli, hvort sem það er henda sér á lausu boltana eða fagna eins og brjálæðingar vörðum skotum og mörkum. Ég trúi á sigur!

Ég hvet alla til að tryggja sér miða í Höllina og láta virkilega í sér heyra með hrópum, gargi og góli. Strákarnir þurfa á öllu að halda!

Bestu kveðjur,

Sigurgeir Árni

VIÐ ERUM FH!

Aðrar fréttir