Kveðja frá Tryggva Rafns

Kveðja frá Tryggva Rafns

Hinn helmingurinn var klæddur í gult og talaði norðlensku sem ég skyldi takmarkað. FH var mun sterkari allan tímann og þegar Bergsveinn Bergsveins markmaður FH skoraði mark yfir allan völlinn, strax í fyrri hálfleik, var nánast eins og sigurinn væri í höfn.  Það fór svo að FH vann og fögnuðurinn var Þegar ég var ellefu ára gamall mætti ég á bikarúrslitaleik í handbolta í Laugardalshöllinni. Hetjurnar mínar í FH voru að keppa í úrslitum, það var troðfull höll og rúmlega helmingurinn af stúkunni var hvítur. gríðarlegur! Þessar minningar eru síðan árið 1994 og það er allt of langt síðan. Núna næstu helgi verða hetjurnar í FH mættar aftur í Höllina! Núna í ´Final Four´ keppni og fyrstu mótherjarnir eru Haukar. Það er alveg klárt mál að við ætlum að verða Bikarmeistarar. Við ætlum að sækja Bikarinn og koma með hann í Kaplakrika!!! Til þess þurfum við að leggja Haukana að velli á föstudaginn og vinna svo úrslitaleikinn á Laugardaginn. Ég veit það fyrir víst að strákarnir í liðinu eru virkilega hungraðir í þennan titil og það er ég líka! Við ÆTLUM að vinna og það mun ekkert stoppa okkur í því! Til þess að vinna þurfum við öll að sýna strákunum stuðning. Við þurfum öll að MÆTA Í HVÍTU í Höllina og leggja okkar af mörkum til þess að landa þessum titli. FH er stórveldi sem á að vinna titla og núna höfum við gullið tækifæri til þess. Það er alveg klárt mál að ég mun mæta og öskra úr mér röddina og sýna það að mig langi í þennan Bikar! Ég hvet ALLA FH inga til þess að troðfylla Höllina og tryllast svo af fögnuði þegar Dollan verður komin í hús!

 

VIÐ ERUM FH!!!

Aðrar fréttir